Bitskinnur

Bitskinnur eru notaðar til að meðhöndla margskonar vandamál, til dæmis tanngnístur, verki í andliti eða höfði og vandamálum í kjálaliðum. Bitskinnur er sérsmíðaðar fyrir hvern og einn.

  • Lengd

    15 mín

  • Heimsóknir

    2

  • Deyfing

    Óþörf

Mjög algengt er að fólk gnísti tönnum og þá einkum á meðan það sefur. Mikið gnístur slítur tönnum og getur verið ástæða fyrir höfuð og andlitsverkjum. Með því að nota skinnur í svefni dregur það úr eyðingu tanna og minnkar spennu og þreytu í andliti og höfði. Bitskinnur geta líka nýst íþróttafólki sem vilja vernda tennur sínar fyrir höggum sem geta hlotist af íþróttaiðkun.

Kostnaðaráætlun

Grunngjald

Mjúk bithlíf26.700 kr.
Hörð bithlíf73.000 kr.
Íþróttaskinna42.000 kr.
Áætlað verð kr.
Ath. að Aukagjöld eru einungis lögð ofan á Grunngjald skoðunnar ef meðferð á við skjólstæðing.

Verðskrá breytist samkvæmt rammasamningi SÍ um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja (Lífeyrisþegar) ef hakað er við eyðurnar.