Allir gos-, orku- og íþróttadrykkir eru glerungseyðandi. Þeir eiga það sameiginlegt að innihalda sýrur (sítrónusýru, fosfórssýru) sem auka endingu drykkjanna. Þessi innihaldsefni gera það að verkum að sýrustig (pH-gild) drykkjanna er lágt sem gerir þá glerungsayðandi. Áhrifin aukast eftir því sem neyslutíminn er lengri. Sífelld neysla er mjög skaðleg fyrir tennurnar. Glerungseyðing er varanlegur skaði, glerungur myndast aldrei aftur.
Hreint vatn er alltaf besti svaladrykkurinn!