Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk vilji bæta útlit og form tanna. Það er hægt að gera með plastfyllingum, postulínskrónum, tannlýsingu eða tannréttingum á tannlæknastofunni.
Það er nauðsynlegt að bursta tennurnar með flúortannkremi tvisvar á dag. Svo þarf að hreinsa milli tannana með því að nota tannþráð eða millitannabursta. Mikilvægt er að fara reglulega í skoðun og tannhreinsun hjá tannlækni, forðast reykingar og sykur og borða hollan mat.
Nei, ef notuð eru viðurkennd efni og farið er eftir leiðbeiningum tannlæknis getur tannhvítun verið góð og heilbrigð leið til að bæta útlit tannanna og gera brosið fallegra.
Andremma getur stafað af tannholdsbólgu, tannskemmdum eða óheilbrigðu ástandi í munni. Sé grunur um að andremman sé viðvarandi er best að fara í almenna skoðun hjá tannlækni sem leggur mat á ástandið. Gott er að hafa í huga að oft gerir bætt munnhirða mikið; regluleg notkun munnskols og tannþráðs. Aukið munnvatnsflæði getur líka bætt ástandið. Munnvatnsflæði má örva með því að nota tyggjó og auka vatnsdrykkju svo dæmi séu tekin.