Fyllingar

Tannskemmdir eru því miður frekar algengar og þess vegna er fólk oft með fyllingar í tönnum sínum. Tannskemmdir eru lagaðar með því að settt er plastfylling í tönn.

  • Lengd

    45 mín

  • Heimsóknir

    Ein

  • Deyfing

    Möguleg

Nú til dags eru bara notuð hvít plastfyllingarefni til þess að ná sem eðlilegustu útliti tanna. Fólk finnur ekki fyrir tannskemmdum fyrr en þær eru það stórar að þær ná inn í taugahol tannarinnar. Þess vegna er mikilvægt að mæta reglulega til tannlæknis til að hægt sé að bregðast við á meðan skemmdin er lítil og viðgerðin því einföld. Stærð fyllingarinnar, fjöldi flata, ræðst af umfangi skemmdarinnar.

 

Hverju má búast við

mini-bg-pattern
  • Viðkvæmni fyrir kulda
  • Eymslum
  • Dofa í 2 klst.

Kostnaðaráætlun

Grunngjald

Fylling, 1 flötur26.100 kr.
Fylling, 2 fletir33.800 kr.
Fylling, 3 fletir37.500 kr.

Mögulegur aukakostnaður

  • Deyfing
    Einföld deyfing2.900 kr.
    Svæðisdeyfing4.200 kr.
  • Gúmmídúkur
    2.900 kr.
Áætlað verð kr.
Deyfing og gúmmídúkur
Ath. að Aukagjöld eru einungis lögð ofan á Grunngjald skoðunnar ef meðferð á við skjólstæðing.

Verðskrá breytist samkvæmt rammasamningi SÍ um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja (Lífeyrisþegar) ef hakað er við eyðurnar.

Spurt & svarað

  • Hvað er tannskemmd?

    Tannskemmdir eru því miður frekar algengar. Í munninum lifa bakteríur sem nærast á sykri. Þessar bakteríur búa til sýru sem eyðir tannvef og þá myndast tannskemmd. Tannskemmdin stækkar bara ef hún er ekki löguð. Meðan skemmdin er aðeins í glerungnum, ysta lagi tannarinnar, má stöðva framgang hennar með bættri tannhirðu. Mikilvægt er að bursta með flúortannkremi tvisvar á dag auk þess að nota tannþráð daglega. Tannskemmdir geta leynst víða og fólk finnur ekki endilega fyrir þeim nærri strax.

  • Finn ég alltaf fyrir tannskemmd?

    Nei. Tannskemmdir geta leynst víða og það er ekki fyrr en þær eru orðnar stórar sem þú finnur örugglega fyrir þeim. Þegar tannskemd er lítil og aðeins í ysta lagi tannarinnar eða glerungi má stöðva hana með bættri tannhirðu. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis eykur það líkur á að meðhöndla megi tannskemmdir meðan þær eru enn litlar.

     

  • Hvað er tannpína?

    Verkur er aðferð líkamans til að gefa til kynna að ekki er allt með feldu. Tannpína er verkur í tönn eða tannholdi sem kemur til vegna stórrar skemmdar sem nær inn í taugarhol tannarinnar. Tannpína getur líka gert vart við sig vegna áverka af einhverju tagi, til dæmis eftir högg við fall eða slagsmál.

  • Hvað er góð tannhirða?

    Það er nauðsynlegt að bursta tennurnar með flúortannkremi tvisvar á dag. Svo þarf að hreinsa milli tannana með því að nota tannþráð eða millitannabursta. Mikilvægt er að fara reglulega í skoðun og tannhreinsun hjá tannlækni, forðast reykingar og sykur og borða hollan mat.