Kæfisvefn er ástand sem einkennist af endurteknum öndunartruflunum í svefni. Öndunarhlé í kæfisvefni verða oftast vegna þrenginga eða lokunar í efri hluta öndunarvegarins.
Lengd
20 mín
Heimsóknir
2
Deyfing
Óþörf
Kæfisvefnsgómar eru harðar bitskinnur sem eru smíðaðar á bæði efri og neðri tanngarð. Skinnunar eru festar saman og með því að setja þær upp i sig þvinga þær neðri kjálkan fram. Það gerir það að verkum að öndunarvegurinn helst opinn. Notkun þeirra dregur því úr líkum á öndunarhléum. Þessi meðferð gagnast þeim best sem haldnir eru vægum eða miðlungs kæfisvefni. Góðar og heilbrigðar tennur eru forsenda þess að hægt sé að nýta sér kæfisvefnsgóma.
Ef einstaklingur hefur verið greindur með kæfisvefn taka Sjúkratryggingar Íslands einhvern þátt í greiðslu á gómnum.