Innst í öllum tönnum er taugahol. Taugin skynjar verki, þrýsting, hita og kulda. Stórar tannskemmdir eða áverki geta leitt til þess að sýking kemur í taugina sem veldur miklum verkjum eða tannpínu. Komi upp tannpína þarf að beita meðferð sem heitir rótfylling.
Lengd
60 mín
Heimsóknir
Þrjár
Deyfing
Nauðsynleg
Rótfyllingarmeðferð er framkvæmd á þann hátt að taugin og sýktur vefur er fjarlægður úr tönninni. Eftir að sýkingu hefur verið eytt er plastefni pakkað í rótarganginn og tönninni lokað með plastfyllingu. Rótargangar tannar geta verið mismargir, eftir því hvar tönnin er staðsett í munninum.
Grunngjald
Mögulegur aukakostnaður