Rótfyllingar

Innst í öllum tönnum er taugahol. Taugin skynjar verki, þrýsting, hita og kulda. Stórar tannskemmdir eða áverki geta leitt til þess að sýking kemur í taugina sem veldur miklum verkjum eða tannpínu. Komi upp tannpína þarf að beita meðferð sem heitir rótfylling.

  • Lengd

    60 mín

  • Heimsóknir

    Þrjár

  • Deyfing

    Nauðsynleg

Rótfyllingarmeðferð er framkvæmd á þann hátt að taugin og sýktur vefur er fjarlægður úr tönninni. Eftir að sýkingu hefur verið eytt er plastefni pakkað í rótarganginn og tönninni lokað með plastfyllingu. Rótargangar tannar geta verið mismargir, eftir því hvar tönnin er staðsett í munninum.

Hverju má búast við

mini-bg-pattern
  • Eymslum
  • Verkjalyfjum
  • Verkjum

Kostnaðaráætlun

Grunngjald

Rótfylling, 1 gangur (kvikunám, útvíkkun og rótfylling)75.400 kr.
Rótfylling, 2 gangar (kvikunám, útvíkkun og rótfylling)95.100 kr.
Rótfylling, 3 gangar (kvikunám, útvíkkun og rótfylling127.900 kr.

Mögulegur aukakostnaður

  • Gúmmídúkur
    2.900 kr.
  • Deyfing
    Einföld deyfing2.900 kr.
    Svæðisdeyfing4.200 kr.
  • Röntgenmynd
    5.400 kr.
Áætlað verð kr.
Gúmmídúkur, deyfing og röntgenmynd
Ath. að Aukagjöld eru einungis lögð ofan á Grunngjald skoðunnar ef meðferð á við skjólstæðing.

Verðskrá breytist samkvæmt rammasamningi SÍ um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja (Lífeyrisþegar) ef hakað er við eyðurnar.

Spurt & svarað

  • Hvað eru rótargangar?

    Innst í hverri tönn er rótarhol. Niður úr rótarholinu liggur rótargangur eða -gangar eftir því um hvaða tönn ræðir. Í rótargangi eru æðar og taugar. Framtennur hafa einn rótargang, forjaxlar yfirleitt tvo og aðrir jaxlar þrjá til fjóra rótarganga. Eftir því sem rótargangarnir eru fleiri í tönn því viðameiri aðgerð er að rótfylla tönn.

  • Hvað er tannpína?

    Verkur er aðferð líkamans til að gefa til kynna að ekki er allt með feldu. Tannpína er verkur í tönn eða tannholdi sem kemur til vegna stórrar skemmdar sem nær inn í taugarhol tannarinnar. Tannpína getur líka gert vart við sig vegna áverka af einhverju tagi, til dæmis eftir högg við fall eða slagsmál.