Tilgangur skoðunar eða eftirlits hjá tannlækni er að viðhalda góðri tannheilsu. Í skoðun gefum við okkur góðan tíma til að hlusta á þínar þarfir og vangaveltur. Það gerir okkur kleift að skilja betur hverju þú ert að sækjast eftir.
Lengd
20 mín
Heimsóknir
Ein
Deyfing
Óþörf
Við almenna skoðun er munnholið, tennur og tannhold skoðað. Teknar eru tvær röntgenmyndir, ein hvoru megin til frekari greiningar. Venjulega er tannsteinn hreinsaður í lok skoðunar. Ef greindar eru tannskemmdir eða annað athugavert í munni gefum við okkur góðan tíma til að ræða þá meðferðamöguleika sem í boði eru.
Grunngjald
Mögulegur aukakostnaður