Skoðun

Tilgangur skoðunar eða eftirlits hjá tannlækni er að viðhalda góðri tannheilsu. Í skoðun  gefum við okkur góðan tíma til að hlusta á þínar þarfir og vangaveltur. Það gerir okkur kleift að skilja betur hverju þú ert að sækjast eftir.

  • Lengd

    20 mín

  • Heimsóknir

    Ein

  • Deyfing

    Óþörf

Við almenna skoðun er munnholið, tennur og tannhold skoðað.   Teknar eru tvær röntgenmyndir, ein hvoru megin til frekari greiningar. Venjulega er tannsteinn hreinsaður í lok skoðunar. Ef greindar eru tannskemmdir eða annað athugavert í munni gefum við okkur góðan tíma til að ræða þá meðferðamöguleika sem í boði eru.

Kostnaðaráætlun

Grunngjald

Skoðun8.200 kr.

Mögulegur aukakostnaður

  • Röntgenmynd x 2
    10.800 kr.
  • Tannhreinsun
    8.300 kr.
Áætlað verð kr.
Röntgenmynd x 2 og tannhreinsun
Ath. að Aukagjöld eru einungis lögð ofan á Grunngjald skoðunnar ef meðferð á við skjólstæðing.

Verðskrá breytist samkvæmt rammasamningi SÍ um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja (Lífeyrisþegar) ef hakað er við eyðurnar.

Spurt & svarað

  • Hversu oft á ég að fara til tannlæknis?

    Við ráðleggjum einstaklingum með góða tannheilsu að koma einu sinni á ári. Þeir  sem safna miklum tannsteini eða fá ítrekað tannskemmdir er ráðlagt að koma á 3–6 mánaða fresti.

    Mælt er með því að börn komi í reglulegt eftirlit frá 3 ára aldri.

  • Hvað er tannskemmd?

    Tannskemmdir eru því miður frekar algengar. Í munninum lifa bakteríur sem nærast á sykri. Þessar bakteríur búa til sýru sem eyðir tannvef og þá myndast tannskemmd. Tannskemmdin stækkar bara ef hún er ekki löguð. Meðan skemmdin er aðeins í glerungnum, ysta lagi tannarinnar, má stöðva framgang hennar með bættri tannhirðu. Mikilvægt er að bursta með flúortannkremi tvisvar á dag auk þess að nota tannþráð daglega. Tannskemmdir geta leynst víða og fólk finnur ekki endilega fyrir þeim nærri strax.

  • Er nauðsynlegt að tannkrem innihaldi flúor?

    Já. Flúor gegnir mikilvægu hlutverki í að verjast tannskemmdum og því nauðsynlegt að tannkrem innihaldi flúor.

  • Hvað er góð tannhirða?

    Það er nauðsynlegt að bursta tennurnar með flúortannkremi tvisvar á dag. Svo þarf að hreinsa milli tannana með því að nota tannþráð eða millitannabursta. Mikilvægt er að fara reglulega í skoðun og tannhreinsun hjá tannlækni, forðast reykingar og sykur og borða hollan mat.

  • Hvernig losna ég við andremmu?

    Andremma getur stafað af tannholdsbólgu, tannskemmdum eða óheilbrigðu ástandi í munni. Sé grunur um að andremman sé viðvarandi er best að fara í almenna skoðun hjá tannlækni sem leggur mat á ástandið. Gott er að hafa í huga að oft gerir bætt munnhirða mikið; regluleg notkun munnskols og tannþráðs. Aukið munnvatnsflæði getur líka bætt ástandið. Munnvatnsflæði má örva með því að nota tyggjó og auka vatnsdrykkju svo dæmi séu tekin.