Mikilvægt er að tannsteinn sé hreinsaður reglulega. Mjög einstaklingsbundið er hversu mikinn tannstein fólk fær og því er nauðsynlegt að tannlæknir gefi ráð um það hversu oft viðkomandi þarf að fara í tannhreinsun.
Lengd
20 mín
Heimsóknir
Nei
Deyfing
Möguleg
Tannsteinn er útfelling á söltum úr munnvatninu. Bakteríur sem valda tannholdsbólgu ná að festa sig betur í tannstein heldur en á tennur. Þess vegna er nauðsynlegt að hreinsa tannstein reglulega til að halda tannholdsbólgu í lágmarki og minnka þar með líkur á að þróa með sér tannholdssjúkdóma.
Tannholdssjúkdómar eru mjög algengir og einkenni þeirra eru bólga og þroti í tannholdi, blæðingar úr tannholdi, viðkvæmni í tönnum og verkir. Langvarandi tannholdsbólga veldur því að bein í kring um tennur eyðist og tönn tapar festu sem að lokum getur valdið tanntapi.