Tannhreinsun

Mikilvægt er að tannsteinn sé hreinsaður reglulega.  Mjög einstaklingsbundið er hversu mikinn tannstein fólk fær og því er nauðsynlegt að tannlæknir gefi ráð um það hversu oft viðkomandi þarf að fara í tannhreinsun.

  • Lengd

    20 mín

  • Heimsóknir

    Nei

  • Deyfing

    Möguleg

Tannsteinn er útfelling á söltum úr munnvatninu.  Bakteríur sem valda tannholdsbólgu  ná að festa sig betur í tannstein heldur en á tennur.  Þess vegna er nauðsynlegt að hreinsa tannstein reglulega til að halda tannholdsbólgu í lágmarki og minnka þar með líkur á að þróa með sér tannholdssjúkdóma.

Tannholdssjúkdómar eru mjög algengir og einkenni þeirra eru bólga og þroti í tannholdi, blæðingar úr tannholdi, viðkvæmni í tönnum og verkir. Langvarandi tannholdsbólga veldur því að bein í kring um tennur eyðist og tönn tapar festu sem að lokum getur valdið tanntapi.

 

Kostnaðaráætlun

Grunngjald

Stök tannhreinsun12.700 kr.
Áætlað verð kr.
Ath. að Aukagjöld eru einungis lögð ofan á Grunngjald skoðunnar ef meðferð á við skjólstæðing.

Verðskrá breytist samkvæmt rammasamningi SÍ um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja (Lífeyrisþegar) ef hakað er við eyðurnar.

Spurt & svarað

  • Hvað er góð tannhirða?

    Það er nauðsynlegt að bursta tennurnar með flúortannkremi tvisvar á dag. Svo þarf að hreinsa milli tannana með því að nota tannþráð eða millitannabursta. Mikilvægt er að fara reglulega í skoðun og tannhreinsun hjá tannlækni, forðast reykingar og sykur og borða hollan mat.

  • Hvað eru tannholdssjúkdómar?

    Tannholdssjúkdómar eru mjög algengir og yfirleitt auðveldir að meðhöndla. Þeir verða til vegna uppsafnaðra óhreininda á tönnum sem valda bólgum í tannholdi og tannskemmdum. Einkenni tannholdsbólgu eru blæðingar frá tannholdi, þroti og verkir. Ef ekkert er að gert valda tannholdsbólgur enn stærri vandamálum eins og rýrnun á tannholdi, viðkvæmni og lausum tönnum. Þeir sem reykja eru í meiri áhættu á að þróa með sér tannholdssjúkdóma.

  • Hvernig losna ég við andremmu?

    Andremma getur stafað af tannholdsbólgu, tannskemmdum eða óheilbrigðu ástandi í munni. Sé grunur um að andremman sé viðvarandi er best að fara í almenna skoðun hjá tannlækni sem leggur mat á ástandið. Gott er að hafa í huga að oft gerir bætt munnhirða mikið; regluleg notkun munnskols og tannþráðs. Aukið munnvatnsflæði getur líka bætt ástandið. Munnvatnsflæði má örva með því að nota tyggjó og auka vatnsdrykkju svo dæmi séu tekin.