Tannplantar og krónur

Implönt eru titaníumskrúfur sem eru skrúfaðar í kjálkabein til þess að koma í staðinn fyrir tennur sem hafa tapast. Á implöntin eru festar krónur eða brýr eftir því hvað þarf að bæta upp fyrir margar tennur.

  • Lengd

    60 mín

  • Heimsóknir

    Tvær

  • Deyfing

    Nauðsynleg

Nú til dags eru implönt alltaf fyrsti meðferðarkostur þegar bæta þarf upp fyrir tapaðar tennur. Kostur implanta fram yfir brýr og laus tanngervi eru að virkni og útlit eru nánast eins og vera með eigin tönn. Implantameðferð er tímafrek og getur tekið nokkra mánuði. Fyrst þarf að bíða í a.m.k 8 vikur eftir að bein grói þegar tönn hefur verið fjalægð. Implantið þarf svo einnig að gróa við beinið áður en hægt er að setja krónuna á.

 

Kostnaðaráætlun

Grunngjald

Plantakróna225.000 kr.
Áætlað verð kr.
Ath. að Aukagjöld eru einungis lögð ofan á Grunngjald skoðunnar ef meðferð á við skjólstæðing.

Verðskrá breytist samkvæmt rammasamningi SÍ um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja (Lífeyrisþegar) ef hakað er við eyðurnar.

Spurt & svarað