Úrdráttur

Ef tönn er af einhverjum ástæðum ónýt eða óþörf getur þurft að fjarlægja hana. Engar tennur eru betri en okkar eigin og því reynum við eftir fremsta megni að halda í þær sem lengst.

  • Lengd

    45 mín

  • Heimsóknir

    Ein

  • Deyfing

    Nauðsynleg

Stundum er ekkert annað í stöðunni en að fjarlægja tennur. Ef fjarlægja þarf tönn er farið vel yfir þá meðferðarmöguleika sem í boði eru eftir að tönn er tekin.  Á tannlæknastofunni í Turninum eru framkvæmdar flestar tegundir af úrdráttum en ef verkið er þess eðlis vísum við sjúklingum til munn- og kjálkaskurðlækna.

 

 

Hverju má búast við

mini-bg-pattern
  • Verkjum
  • Verkjalyfjum
  • Eymslum
  • Dofa í 2 klst.

Kostnaðaráætlun

Grunngjald

Úrdráttur30.800 kr.
Erfiður úrdráttur (tönn klofin, fjarlægð í hlutum)37.700 kr.

Mögulegur aukakostnaður

  • Deyfing
    Einföld deyfing2.900 kr.
    Svæðisdeyfing4.200 kr.
  • Röntgenmynd
    5.400 kr.
Áætlað verð kr.
Deyfing og röntgenmynd
Ath. að Aukagjöld eru einungis lögð ofan á Grunngjald skoðunnar ef meðferð á við skjólstæðing.

Verðskrá breytist samkvæmt rammasamningi SÍ um tannlækningar fyrir aldraða og öryrkja (Lífeyrisþegar) ef hakað er við eyðurnar.

Spurt & svarað

  • Hvað kemur í stað úrdreginnar tannar?

    Eftir að tönn hefur verið dregin úr eru nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þeirra er að gera ekkert, láta tannbein og hold gróa og skilja eftir tannlaust bil í tanngarðinum. Nú til dags er langbest að fylla í skarð horfinnar tannar með implanti og krónu. Sá meðferðarmöguleiki líkir best eftir því að vera með sína eigin tönn. Ef það hentar ekki má setja brú. Ef um er að ræða tap á fleiri tönnum má hugsa sér lausa tannparta eða heilgóm (gervitennur).

  • Hvenær þarf að draga úr tönn?

    Ef tennur eru mjög skemmdar, með alvarlega tannholdssjúkdóma eða hafa lent í meiriháttar áverka sem ekki er hægt að laga þarf að taka þær út.